23.4.2008 | 00:46
Útgönguspár segja Clinton vinna
Fyrstu tölur taka einnig undir útgönguspár sem segja að Clinton vinni prófkjörið í Pennsylvaniu. Aftur á móti segja útgönguspár að sigur Clinton sé minni en hennar vonir stóðu til eða 3-5% munur á henni og Obama.
Þá þykir mér líklegt, sé niðurstaðan líkt og spárnar segja til um, að þrýstingur aukist all verulega um að Clinton hætti nú í slagnum og þá geti flokkurinn einbeitt sér að því að berjast við Repúblikana í stað þess eigast við innbyrðis.
Þetta er of lítill sigur fyrir Clinton til að halda áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.