23.4.2008 | 00:00
The Most Disappointing President
Og þarna er auðvitað verið að tala um Bush sem hefur nú sett met sem hann hefði viljað forðast. Óvinsælasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi, eða mestu vonbrigði í forsetastól síðan Gallup hóf að mæla það fyrir einum sjötíu árum.
Dan Fromkin vill ekki að menn gleymi sér í forsetaslagnum og láti þessar fréttir fara fram hjá sér án athugunar. Það er því um að gera að veita þessu athygli enda er hér um að ræða verulega sérstakar tölur og ekki síst viðsnúningurinn sem orðið hefur á viðhorfi fólks á störfum Bush. Hann var nefnilega með um 90% "approval rating" í kjölfar árásanna 11. september en nú er staðan orðin þessi.
Enda er þetta með verri forsetum sem þeir hafa haft um áratuga skeið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.