Bitar og molar úr útgönguspám í Pennsylvaniu

Þó svo að kjörstöðum í Pennsylvaniu sé ekki lokað fyrr en klukkan eitt í nótt er þegar farið að birta mola úr útgönguspám í ríkinu. Hér eru nokkrir sem hafa verið birtir.

Þeir kjósendur sem eiga byssu eru líklegri til að kjósa Clinton eða 58% á móti 42% hjá Obama.

Þeir kjósendur sem sækja kirkju vikulega eða oftar eru einnig líklegri til að kjósa Clinton eða 59% á móti 41% hjá Obama.

Og skúbbið hjá Mogganum var :

One out of every seven Democratic party voters was not registered as a Democrat at the beginning of the year, and 60 percent of them cast their ballot for Obama, according to the exit polls

Þar fyrir utan eru þetta bara fastir liðir eins og venjulega. Svartir kjósendur velja Obama (92-8 honum í vil), eldri kjósendur velja Clinton (61-39 henni í vil) og hvítir karlar í Pennsylvaniu kjósa Clinton frekar en Obama (55-45 henni í vil).

Annars verður Clinton að vinna með meira en 5% mun ætli hún sér að eiga veikasta möguleika á að hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Sumir segja að munurinn verði að vera yfir 10% henni í vil en eftir því sem Obama sótti á hana í skoðanakönnunum lækkaði settur þröskuldur aðeins.

Og svona í lokin er hægt að minnast á það að samkvæmt útgönguspám búast kjósendur sjálfir við því að Obama vinni eða 54% þeirra á meðan 43% kjósenda telja að Clinton vinni í kvöld.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband