Kappræðurnar í gær og stuðningsyfirlýsingar

Þær voru ekki uppá marga fiska kappræður Obama og Clinton í gærkvöldi, voru eiginlega hálfgerður sirkus. Það sáu þáttastjórnendur ABC algjörlega um og eyðilögðu í raun alla umræðu um það sem máli skipti í baráttunni nú þegar þetta langa hlé í prófkjörunum er senn á enda. Þrátt fyrir það stóð Obama sig örlítið betur ef eitthvað er en það er algjörlega á skjön við það sem RÚV segir í sínum fréttum af kappræðunum.

En hér má sjá stutt myndband þar um hvernig Obama svarar fyrir kappræðurnar.

Þetta er það besta sem ég hef séð til hans í nokkrar vikur held ég bara. Þar á ofan slappast Clinton með hverjum deginum sem líður og þrátt fyrir að ég telji hana ákaflega frambærilegan stjórnmálamann þá tel ég að hún hafi mætt ofjarli sínum í þessari baráttu og eigi að láta gott heita eftir prófkjörið á þriðjudaginn kemur.

Annars er Obama iðinn við að bæta við sig stuðningsmönnum þessa dagana. Þar má meðal annars telja stjórnarformann Pittsburg Steelers, Dan Rooney að ógleymdum "The Boss" Bruce Springsteen. 

Að auki hafa blöðin "Pittsburgh Post-Gazette, Philadelphia Daily News og The Morning Call" lýst yfir stuðningi við Obama.  Í þeim segir meðal annars:

Sen. Obama has captured much of the nation’s imagination for a reason. He offers real change, a vision of an America that can move past not only racial tensions but also the political partisanship that has so bedeviled it

As New Mexico Gov. Bill Richardson has said, Obama is a once-in-a-lifetime candidate who has the skill and eloquence to help us raise our eyes and our aspirations beyond individual, personal concerns, beyond religion or region or race or gender, beyond our well-founded fears to a shared destiny

........ and most important for the Democratic Party at this moment in history, there is Sen. Obama’s ability to inspire

Þetta er honum ákaflega mikilvægt í baráttu hans í vikunni sem nú er fram að prófkjörinu í Pennsylvaníu.

Annars sýna flestar skoðanakannanir Clinton með 3-7 % forskot á Obama í Pennsylvaniu þannig að það er ekki svo mikill munur á þeim að virðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæll Raggi, ef þú átt leið í bæinn vona ég að þú lítir við á opnun sýningar minnar í Bistro & Bar Geysishúsinu Aðalstræti 2, næstkomandi sunnudag, kl. 15.30 til 17.

Kveðja

Guðný Svava. 

Svava frá Strandbergi , 19.4.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband