Helsta afleiðing brottfarar Penn úr liði Clinton

Aðalfréttir síðustu viku í prófkjörsslag Demókrata var brottrekstur Mark Penn sem yfirmanns hernaðarbragða baráttu Clintons. Því voru gerð ágæt skil í miðlum vestan hafs og að einhverju leyti hér á landi einnig.

Hann er reyndar enn í liði Clinton bara með annan starfstitil og mun minni áhrif en áður. Sem betur fer segja margir á meðan aðrir segja að það sé skandall að hann sé innanborðs ennþá.

En maðurinn sem tók við af honum, Geoff Garin, virðist vera svolítið á annan veg en fyrirrennarinn og virðist að einhverju leyti skjóta stoðum undir þá kenningu að Mark Penn sé hálmstrá Clintons til að hætta í slagnum. Nú geti hún farið og kennt honum alfarið um tap sitt fyrir Obama. Garin virðist gefa mönnum von um að lok baráttunnar geti verið í friði og einingu.

But his genial relationships throughout the party may offer some reassurance that the endgame of the nomination fight will not prove as damaging to Democratic hopes in the fall as some have feared.

Og hann sjálfur gefur svo sem væntingar í þá átt einnig.

“I don’t want there to be a thermonuclear climax,” he said. “Senator Clinton is committed to having a united Democratic Party at the end of this process. Senator Obama is committed to having a united Democratic Party at the end of this process. And we will have a united Democratic Party at the end of this process.”

Ef að svo verður þá hafa Demókratar grætt á baráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband