Afvopnun dagsins

Það er alveg á tæru að afvopnun dagsins átti sér stað í hádegisfréttum RÚV í dag.

Fréttamaður spurði talsmann bifreiðastjóra, sem voru í mótmælaaðgerðum við ráðuneyti, út í hvort aðgerðir þeirra væru ekki ólöglegar. Svarið sem kom var beinskeytt í þá veru að forsætisráðherra væri sá eini sem væri með sektarmiða á bílnum sínum og þar með var málið afgreitt þrátt fyrir að ljóst væri að það hefði átt að sauma að manninum fyrir að vera með þann óskunda að stunda ólöglegt athæfi á götum bæjarins.

Verulega broslegt svo ekki sé meira sagt þrátt fyrir að ráðherrum sé ekki skemmt þessa dagana enda verulega saumað að þeim á vígstöðvum flutninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mótmælendur eiga alla mína aðdáun þessa dagana, og um leið og mér gefst færi á mun ég taka þátt í mótmælunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband