4.4.2008 | 18:58
Múskó fréttir um mótmæli
Það hlaut auðvitað að koma að því að fréttamenn reyndu að setja fram vinkil á mótmæli bílstjóra sem ætti að koma þeim í koll.
Það að jeppaklúbbsmenn og vörubílstjórar fái afslátt af bensín- og olíuviðskiptum sínum finnst mér algjört aukaatriði í umfjöllun um mótmælin.
Það væri frekar sjálfstætt fréttaefni fyrir frambærilegan rannsóknarblaðamann.
Og í leiðinni mætti skoða afsláttarkjör í heild sinni.
Hvað fá til dæmis byggingaverktakar í afslátt af efni sem almenningur fær ekki og þar fram eftir götunum.
Eldsneytisverð hefur líka hækkað hjá afsláttarhópunum nefnilega og jafnvel meira hlutfallslega því líklega hefur krónutöluafslátturinn haldið sér og þar með rýrnað. Mér finnst því að menn eigi að finna sér aðrar ástæður fyrir því að vera á móti þessum mótmælum en þessa.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það skondnasta voru reyndar mótmæli dráttarvélaeigenda gegn skattpíningu ríkisins á eldsneyti á Selfossi í gær. Þeir keyra á litaðri gjaldfrjálsri olíu og fá virðisaukann endurgreiddan. Hverju voru þeir þá að mótmæla?
Gestur Guðjónsson, 5.4.2008 kl. 10:41
Algjörlega sammála
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.