Obama og Al Gore

Það hefur aðeins verið minnst á Al Gore (er hann ekki annars að verða einn hinna frægu Íslandsvina?) í prófkjörsbaráttunni vestan hafs.

Það nýjasta í því er að Barack Obama segir það koma vel til greina að hann hafi Gore í ríkisstjórn sinni verði hann kjörinn forseti í haust. Umhverfismál yrðu þá á könnu Gore en hann skartar jú Nóbel vegna umhverfisbaráttu sinnar er það ekki?

Svo er það stóra málið úr baráttunni í dag. Það er nefnilega búið að panta hótelherbergi í Denver fyrir kjörmenn (a.m.k. einhverja þeirra) Flórida ríkis þegar landsfundur Demókrataflokksins verður haldinn í haust.

You would not believe the importance of having a hotel,” said Representative Corrine Brown, D-Jacksonville. Florida Democrats now can move ahead with planning to attend the August convention

Sem sagt, tímamótaákvörðun varðandi kjörgengi þessara fulltrúa á landsfundinum.

Það reynir verulega á Howard Dean, framkvæmdastjóra flokksins í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í forvali Demókrata og sumum finnst hann ekki alveg hafa næga vigt til að leysa málin svo vel sé.

Tilvitnun dagsins er síðan sú að það sé ekkert óeðliegra að sjá stórt, feitt, loðið og bleikt svín á sjónvarpsskjánum heldur en fréttalesara og fréttamenn FOX news þar. Þetta var sagt í tilefni komu fyrrgreinds svíns á skjáinn á FOX vegna Pork report day. Tek undir það enda fer um mann hrollur eftir tveggja mínútna áhorf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband