Strúturinn á efnahagsmálin

Maður sér ekki betur en ríkisstjórn taki bara strútinn á efnahagsmálin. Höfuð og hugsun á kaf í sandinn og heyri hvorki né sjái og þaðan af síður geri eitthvað.

Það er helvítlegt.

Nema þá kannski það sé verið að vinna í lántöku til að dæla peningum í bankana.

Og svo auðvitað hækkun launa til handa öryrkja og aldraðra sem er víst meira en nóg af því að engir aðrir fengu hækkun um áramót. Það er reyndar ekki alls kostar rétt með farið hjá félagsmálaráðherranum.

Þar fyrir utan er félagsmálaráðherrann sá ráðherra ríkisstjórnarinnar sem veldur mér hvað mestum vonbrigðum. Heyrist varla í né sést til hennar Jóhönnu eins og hún lét reyndar hátt fyrir ekki mörgum mánuðum. Hún virðist vera orðin þægari í taumi, líklega til að missa ekki stólinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já þau hafa breyst eða talsmátinn eftir að þau komust að kjötkötlunum.  Ekkert að marka allt í plati, en svona er lífið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband