Prófkjörssagan endalausa

Prófkjörsbarátta þeirra Obama og Clinton er eiginlega miklu meira en hálftíma of löng bíómynd, þetta er orðin sagan endalausa. Og á meðan hún er enn í gangi er enginn tími aflögu til að undirbúa fyrir alvöru kosningabaráttu haustsins.

Þá fær John McCain einnig á meðan alveg ágætis tíma til að undirbúa sig fyrir baráttu haustsins auk þess sem hann fær ákaflega þægilega meðhöndlun margra fjölmiðla þegar Obama og Clinton eru tekin í gegn.

Annars finnst mér þessi grein Eugene Robinson um það vera ágæt. Af hverju fær John McCain að vera í friði fyrir fjölmiðlum með þá stefnu sína að fylgja stefnu Bush varðandi Íraksstríðið út í einskismannsland.

If Democrats are going to take several more months to settle on a presidential nominee, they had better find some way to stop giving John McCain a free ride on Iraq. He should have to explain why he wants to keep us on George Bush's long, winding path to nowhere

Þetta gerist á meðan Repúblikanar voru að undirbúa sig í þeim áróðri að Íraksstríðið væri svo gott sem búið og ástandið þar orðið nánast bærilegt. En svo komu auðvitað atburðir síðustu vikna og settu smá strik í reikninginn með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband