Þarf svo lítið til

Athyglisverðast í þessu öllu saman finnst mér hvað það þarf í rauninni lítið til að lama allt samgöngukerfi okkar Íslendinga hvort sem um er að ræða á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu.

Það má svo rifja það upp að svipaðar aðgerðir vöruflutningabílstjóra urðu Tony Blair næstum því dýrkeyptar í upphafi forsætisráðherraferils hans.

Ætli það verði nokkuð svipað uppi á döfinni hér nú?


mbl.is Bílstjórar lokuðu hringvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þú spyrð Ragnar, hvort eitthvað svipað muni gerast hér og nú eins og í Bretlandi snemma á ferli Blairs. Það er að sjálfsögðu alfarið háð tvennu. Annað er viðbrögð stjórnvalda og hitt er úthald mótmælenda ef viðbrögð stjórnvalda verða röng eða engin. Svo verðum við bara að sjá til. En samgöngukerfi okkar er svosem ekki merkilegra en bara einn hringvegur með minniháttar smáútúrdúrum hér og hvar.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ánægð með bílstjórana og aðgerðir þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband