16.3.2008 | 23:53
Grænlandssléttbakurinn ekki alveg dauður
Hvernig er hægt að vanáætla stofnstærð Grænlandssléttbaksins? Það er ekki eins og þetta séu eitthvað lítil dýr.
Kanadískir vísindamenn hafa fundið allt að 40.000 Grænlandssléttbaka sem lifa í norðurhöfum. Kanadíska sjávar- og fiskveiðiráðuneytið segir að stofn Grænlandssléttbaka sé miklu stærri en menn hafi haldið til þessa. Talið var að hvalategund þessari hefði verið nær útrýmt á árum áður og í stofninum væru einungis 300-400 hvalir
Það er helvíti mikill munur á 400 dýrum og 40 þúsund dýrum. Þetta eykur ekki alveg tiltrú manns á þeim tölum sem eru í gangi fyrir aðrar hvalategundir um þessar mundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.