Eins dauði er annars brauð

Nú þegar ríkisstjóri New York, Eliot Spitzer hefur sagt af sér vegna sinna mála eins og vel hefur verið greint frá í fréttum síðustu daga tekur auðvitað annar við.

Spitzer hættir á mánudaginn og þá tekur David Paterson við en hann er fyrsti blökkumaðurinn til að gegna starfi ríkisstjóra New York. En það er meira nýtt við Paterson. Hann er fyrsti ríkisstjóri Bandaríkjanna sem er blindur (löglega blindur).

Og hann fær hlýjar móttökur í nýja starfinu. Þetta hafði forystumaður Repúblikana að segja:

We're excited about the potential of our new governor

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hugsa að einmitt af því að hann hefur þessa fötlun, þá hjálpi það honum til farsældar.  En auðvitað hefði hann aldrei náð svona langt nema fyrir eigin verðleika og dugnað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:02

2 identicon

Sæll Raggi, veit ekkert hvað þetta þýðir í þessari færslu hjá þér en ég las hana samt hehe en fannst alveg tilvalið að ég myndi kvitta fyrir mig fyrst ég var að kíkja hérna inn :)

Bið að heilsa liðinu :)

Kv Petra

Petra (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Akkúrat Ásthildur. Mér fannst þetta bara áhugavert, fyrst þetta og hitt heillar mig alltaf. En er búinn að lesa svolítið um Paterson og líst ágætlega á hann.

Takk sömuleiðis Petra.

Ragnar Bjarnason, 15.3.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband