12.3.2008 | 22:44
Alltaf sér maður eitthvað nýtt
Í prófkjörinu í Texas á dögunum sá ég eitthvað sem ég hef ekki séð áður í þessum forkosningum að minnsta kosti.
Í Coryell sýslu hlutu Clinton og Obama jafn mörg atkvæði eða 2434 hvort þeirra. Það sama var síðan uppi á teningnum hjá Repúblikönum í Stephens sýslu þar sem McCain og Huckabee fengu báðir 241 atkvæði.
Það eru stundum svona fánýtir og einskis verðir hlutir sem maður getur skemmt sér yfir.
Annars er enn verið að ganga frá úrslitunum í Texas, það er að segja í forvalshluta (caucus) þeirra en ekki er búist við þeim fyrr en eftir tvær vikur. Þá ræðst endanlega hvernig þeim 67 kjörmönnum sem bundnir voru við þann hluta verður úthlutað á milli Clinton og Obama.
Annars er ég langt kominn með að reikna út kjörmannafjölda þeirra miðað við ákveðnar forsendur í næstu prófkjörum og er helst á því að verði kosið aftur í Florida og Michigan muni Obama ná tilskyldum fjölda kjörmanna til að hljóta útnefninguna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.