Kosið aftur

Núna í morgun var samþykkt tillaga oddvita Þingeyjarsveitar að kjósa um sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps þann 10. maí í vor.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggur til að skipuð verði samstarfsnefnd um sameiningu Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar með það að markmiði að sveitarfélögin verði sameinuð.

Kosið verði um sameinigu eigi síðar en 10. maí 2008. 

Samstarfsnefndin verði skipuð 6 fulltrúum, þremur frá hvoru sveitarfélagi

Ég veit að þetta er lending aðila í málinu eða með öðrum orðum leið til sátta svo ekki verði hatrammar deilur innan sveitar í framhaldinu. Þá veit ég einnig að oddviti sveitarstjórnar hefur lagt mikið af mörkum til að ná fram þeim sáttum sem eiga að birtast í þessari samþykkt.

Vandamálið er að ekki er einhugur innan sveitarstjórnar um þetta samt sem áður þar sem einn fulltrúinn sat hjá við afgreiðslu málsins og það þykir mér ekki benda til þess að sá aðili munni í framhaldinu vinna mikið að því að ná fram heilum sáttum.

Hitt er svo annað að stjórnendur Þingeyjarsveitar hafa fengið vilyrði frá samgönguráðherra um fjárframlag vegna fyrirhugaðrar sameingingar.

Oddviti og varaoddviti gengu á fund ráðherra sveitarstjórnarmála, Kristjáns Möller, þann 5. mars.  Fram kom hjá ráðherra að við sameiningu sveitarfélaganna tveggja liggi fyrir að þau fái  41 milljón króna sem einkum er ætlað til endurskipulagningar þjónustu og stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi

Afrek að ná einhverjum föstum vilyrðum frá KLM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefði ekki verið nær að setja inní fundargerðina "vegna fjölda áskoranna" eins og þegar menn ákveða t.d. að fara fram eða þess háttar.  Ef ég man rétt þá Hitler vildi heldur ekki kjósa um sameiningu en eftir á að hyggja hefði hann betur gert það.  Gott að læra af sögunni. kveða Knútur.

Knútur Emil Jónasson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband