9.3.2008 | 20:48
Bensínverðið og það sem gleymdist að segja
Fréttin í kvöldfréttum sjónvarpsins á föstudagskvöldið um hækkun bensínverðs undanfarnar vikur var ágæt svo langt sem hún náði. Einblínt var á beinan kostnaðarauka hvers bíls miðað við einhvern meðalakstur á ári en það er kannski þessi beini kostnaðarauki sem hver og einn getur a.m.k. reynt að tækla með því að skera niður akstur.
Það sem mér fannst aftur á móti vanta inn í fréttaflutninginn var umfjöllun um hvernig óbeinu áhrif bensínverðshækkunar ræðst á okkur aftanfrá í gegnum hækkun vísitölunnar og þar með verðbólgunnar, sem svo auðvitað hækkar afborganir lána hjá manni. Við því á maður síðan engin svör eins og maður á þó smá glætu á að skera aksturinn niður og minnka notkunina.
Hitt er agalegt og á þeim forsendum ætti ríkisvaldið kannski að athuga skattlagninguna á eldsneytinu því ljóst er að það á bara eftir að hækka.
Svo ætti auðvitað að fara í einhverjar aðgerðir varðandi skattalega stýringu yfir í neyslugrennri bifreiðar. Það er annað mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við ættum ef til vill að fara að eins og Kúpverjar og Venezúela þeir hafa skipti á olíu og læknum. Ætli við höfum eitthvað slíkt til að bjóða til dæmis norðmönnum ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.