Tónninn í kosningabaráttu Repúblikana í haust

Nú þegar ljóst er hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í haust fara menn í auknum mæli að skoða hvernig þeir komi til með að haga kosningabaráttu sinni í haust. Núna rétt um daginn birtist á Eyjunni frétt um tilraunahóp fólks þar sem Repúblikanar voru að kanna hvað væri hægt að ganga langt gagnvart konu eða blökkumanni sem frambjóðanda áður en það snérist upp í andhverfu sína, þ.e. fældi frá kjósendur.

Næsta skref er auðvitað að finna í netheimum þar sem þeir hafa verið iðnir við að skrá vefföng sem tengjast á beinan hátt annað hvort Hilary Clinton eða Barack Obama og þá yfirleitt á neikvæðari nótunum. Sýnist reyndar að það sé taktík Repúblikana að vera á neikvæðu nótunum, spurningin bara hversu neikvæðum.

Um er að ræða hátt í fimmtíu vefföng og hér eru nokkur dæmi um þau.

clintoniswrong.com, canttrustclinton.com, hopelesshillary.com, hillarytruthsquad.com, hillarymythfact.com, amateurobama.com, barackisliberal.com, nowecannot.com, barackthebeginner.com, yeswecanwhat.com, nowecannot.com, meetbarackobama.com.

Þetta síðasta finnst mér svolítið athyglisvert, sker sig svolítið úr og ég myndi alveg veðja á að það gæti valdið misskilningi og verið nothæft í illa gerðum kosningaslag.

Repúblikanar hafa auðvitað um leið hugsað fyrir svipuðum gagnárásum og skráð vefföng í svipuðum dúr sem tengjast John McCain svo Demókratarnir geti ekki gert eins og þeir. Það bara virðist ekki vera uppi á borðinu hjá þeim, alla vega hafa þeir ekki sýnt neina takta í þá átt, einungis verið að sýsla með vefföng sem eru þeim praktísk varðandi sitt innra starf.

Það eru margar birtingarmyndir á lýðræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband