5.3.2008 | 23:02
Nú verður Obama grimmari í kosningabaráttu sinni
Í aðdraganda prófkjöranna í gær var ljóst að Hilary Clinton þurfti að breyta sinni aðferðafræði á einhvern hátt og eins og ég fjallaði um í kjölfar margra sigra Obama þá var von hennar bundin við neikvæða kosningabaráttu. Það er mjór vegur að feta en svo virðist sem henni hafi tekist það með ágætum. Fáir vildu taka undir að hún hefði spilað "dirty" en það jaðraði við það á köflum samt. Helst var talað um að "3 am" auglýsingin hefði verið óhrein og rökin á bakvið það voru þau að menn þyrftu að spyrja sig að því hvort hinn flokkurinn gæti tekið auglýsingu beint og notað hana í sinni baráttu. Svarið við "3 am" auglýsingu Clinton var já hjá mörgum.
En svar Obama við þessu er að verða grimmari í sinni baráttu gegn Clinton á næstunni og láta hana svara í smáatriðum fyrir hvað hún stendur fyrir.
Annars voru þetta slæm úrslit fyrir Demókrataflokkinn úr því sem komið var og gerir ekkert annað en að leggja vopnin í hendur Repúblikana næstu vikurnar þegar þeir geta einbeitt sér að því að safna liði og skipuleggja sig.
Nú þurfa menn hreinlega að setjast niður og fá niðurstöðu sem fyrst. Það er ljóst að hvorugt þeirra nær tilætluðum kjörmannafjölda í þeim prófkjörum sem eftir eru (Obama næði því með því að vinna 98% þeirra kjörmanna í þeim prófkjörum sem eftir eru) og þá er alveg eins gott að sjálfkjörnu kjörmennirnir gangi bara frá þessu strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að spyrja þig Ragnar, hvorn frambjóðandan lýst þér betur á Clinton eða Obama ? Er eitthvað hæft í því að Rebublikanar styðji við bakið á Clinton, af því að þeir hafi svo miklu meira á hana í kosningabaráttunni en Obama. Sum sé spillingarmál og fjárglæfrastarfsseim ? Hvort þeirra er líklegra til að stjórna landinu af sanngirni. Og hvað finnst þér um Cain ? Er hann eins liberal og ólíkur búsknum, eins og látið er liggja að ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:17
Ég er meira fyrir Obama en Hilary Ásthildur, ég er þó ekki með einhverja Obamamaníu. Mér finnst þau bæði mjög frambærilegir stjórnmálamenn með vigt til að vinna að bætingu samfélagsins í USA.
Repúblikanar telja sig eiga helling efnis gegn Hilary já en ég held að þeir séu hreinlega að hræra í pottinum núna því það verður þeim erfitt hvort þeirra sem fer í framboð vegna þess að þá eiga þeir annað hvort við að eiga konu eða svertingja. Og í hvoru tilvikinu sem er þá eiga þeir erfitt um vik með sín "dirty" tricks því erfiðara er um að segja hvenær fólk telur farið yfir strikið gegn þeim þess vegna. Reyndar voru brögð að því að Repúblikanar (Rush L. t.d.) segðu Repúblikönum að kjósa Clinton í Texas til dæmis því hún væri auðveldari viðureignar í haust. Ég hef síðan í framhaldi af því séð tölur um að rúmlega 100 þús. Repúblikanar hafi kosið hana í Texas í fyrradag en hún vann Obama í prófkjörinu þar með 101.106 atkvæðum.
Ég held að hvort þeirra sem er muni stjórna USA af eins mikilli sanngirni og hægt er bakgrunns þeirra vegna.
Og í lokin varðandi McCain þá er hann líkur Bush á mörgum sviðum, t.d. hermálum og landvarnarmálum (bara alveg eins). En hann hefur þann stimpil á sér frá hægri armi Repúblikanaflokksins að vera of liberal, eitthvað sem hann á ekki endilega "skilið" að mínu mati. Hann hefur þó gert svolítið af því að vinna yfir flokkslínur til að ná fram málum og það er það sem stendur svolítið í hægri öflunum. Eitt af því fyrsta sem mér kemur svo í hug hvar hann er verulega öðruvísi en Bush er varðandi loftlagsmálin, þar vill hann beita öllu afli til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Eitthvað sem Bush hefur ekki einu sinni hlustað á.
Svona í stuttu máli svör við því helsta sem þú spurðir um.
Ragnar Bjarnason, 6.3.2008 kl. 18:33
Takk fyrir greinagóð svör. Já það er vonandi að það þeirra sem hæfast er nái kjöri. Ég vona að það verði demokrati sem hefur vinninginn, mér finnst rebublikanar vera meira radikal. er samt ekki viss um hvort þeirra er betra Clinton eða Obama. Ég get ekki haldið með einhverjum bara af því að hún er kona. En ef hún er klárari og betri, þá vona ég að hún vinni. Annars Obama.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.