Stórsigur Clinton

Sigur Clinton í Ohio (ca. 12% munur) og í Texas (4%) er í raun stærri en við var búist og vel stærri en útgönguspár gáfu til kynna í gærkvöldi. Obama vinnur þó caucus kerfið í Texas og ennþá er hlutirnir nokkuð á huldu hvernig kjörmenn skiptast á milli þeirra í Texas.

Ljóst er að Clinton dregur nokkuð á Obama í kjörmönnum talið þó hann hafi ennþá gott forskot þar.

Hitt er svo mikilvægara fyrir hana að núna hefur hún náð að rétta sinn hlut í baráttunni nokkuð og ljóst að hún heldur áfram.

Það á þó ennþá við að hvorugt þeirra nær útnefningunni án sjálfkjörnu kjörmannanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst skrýtin þessi kosningalög þeirra, að það er ekki endilega sá sem hefur flest atkvæðin, heldur flesta kjörmenn.  En kanar eru skrýtnir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammál Ásthildi en samt spennandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband