Bitar og bútar úr prófkjörunum

Það er orðið endanlega ljóst að John McCain er forsetaefni Repúblikana í haust. Hann vinnur öll fjögur prófkjör dagsins og nær rétt rúmlega tilsettum kjörmannafjölda til að hljóta útnefninguna með því. Þetta var auðvitað löngu ljóst en er nú staðfest. Í framhaldinu mun Mike Huckabee draga sig til baka. Og svo mun McCain fá opinbera stuðningsyfirlýsingu frá Bush forseta á morgun. Spurning hvort það hjálpi honum innan flokksins í framhaldinu.

Hjá Demókrötum er hins vegar allt stál í stál í prófkjörum dagsins utan Vermont þar sem Obama vinnur stórt.

Manni sýnist þó miðað við útgönguspár og hvernig hlutirnir hafa þróast að Clinton vinni hin ríkin þrjú, þar með talið Texas. Þessir sigrar verða þó í naumari kantinum eða á bilinu 3-9% (stærstur í Ohio) að því að virðist og alls ekki víst að hún fái til dæmis fleiri kjörmenn í Texas en Obama vegna úthlutunarreglna þeirra þar. Þar kemur inn í að á eftir prófkjörinu var forval (caucus) og þar hefur Obama yfirleitt verið mun sterkari en hún (fyrir utan Nevada).

En svo geta útgönguspárnar verið alrangar og niðurstöðurnar allt öðru vísi en ef svo er ekki getur maður gefið sér eftirfarandi hugleiðingar.

Þessar niðurstöður gera ekkert annað en að framlengja baráttu þeirra en það er endanlega orðið ljóst að hvorugt þeirra getur náð tilskyldum fjölda kjörmanna í þeim prófkjörum sem eftir eru. Það eru sjálfkjörnu fulltrúarnir sem koma til með að ráða hvort þeirra hlýtur útnefningu flokksins nema þá að hitt komi til, að annað þeirra dragi sig út úr slagnum. Ég á ekki von á að það gerist úr þessu fyrr en í fyrsta lagi í lok apríl. Úrslit dagsins eru Clinton í vil því kosningarnar í dag snérust um það hvort hún héldi sér inni í slagnum eða ekki. Og úrslitin segja að hún geri það þó naumlega sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband