Obama vinnur í Vermont

Kjörstaðir hafa nú lokað í Vermont ríki og útgönguspár eru afgerandi varðandi sigur Obama í ríkinu. Líklegt virðist að hann vel yfir 60% atkvæða en Clinton í kringum 35% atkvæða.

Þetta er eitthvað sem sterklega var búist við og kemur því ekki á óvart en einungis er um að ræða 15 kjörmenn í Vermont og líkt og Rhode Island hefur tiltölulega lítil athygli beinst þangað. Hún er öll á Ohio og Texas þessa stundina.

Því má bæta við að slæmt veður í Ohio hefur einhver hamlandi áhrif á framkvæmd prófkjörsins þar og jafnvel talað um að sumum kjörstöðum hafi verið lokað og fólki gefinn kostur á að kjósa í prófkjörinu út vikuna þegar því hentar.

Þá vann McCain einnig sigur í Vermont og fær alla 17 kjörmenn ríkisins til sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband