Mikilvægur kjördagur hjá Demókrötum

Í dag eru prófkjör í fjórum ríkjum Bandaríkjanna eins og margir vita og hjá Demókrötum eru prófkjörin (svolítið flóknara dæmi í Texas) í Ohio og Texas ákaflega mikilvæg vegna fjölda kjörmanna sem þau gefa.

Menn hafa verið að gera úr því skóna að eftir úrslit dagsins verði ljóst hver forsetaframbjóðandi Demókrata í haust verði. Ég held aftur á móti að slíkt sé ekki uppi á teningnum, úrslitin í nótt muni verða á þann veg að leikurinn jafnist frekar heldur en hitt og þá sé frekar rúm til að toga og teygja á hlutunum áfram.

Inn í þennan kjördag gengur Obama með nokkuð forskot og dágóða uppsveiflu með sér. Hann hefur dregið hratt og örugglega á forskot Clinton í skoðanakönnunum í ríkjunum tveimur síðustu tíu daga eða svo og virðist vera að síga fram úr henni í Texas til dæmis. En það eru blikur á lofti hjá honum. Auglýsing Clinton um varnarmál (3 am phonecall auglýsingin) virðist vera að virka henni í hag. Þá virðist það vera að fylgissveifla til Obama hafi hægt verulega á sér eða jafnvel gengið aðeins til baka síðustu tvo daga samkvæmt skoðanakönnunum. Þær eru þó sumar misvísandi enda um að ræða flókna samsetningu ólíkra þjóðfélagshópa.

könnun sýnir líka fram á að kvartanir Clinton um að Obama fái mjúka meðferð fjölmiðla hafa breytt áherslum þeirra og hann tekinn mun fastari tökum undanfarna daga og vikur heldur en var áður.

Í dag voru líka liðsmenn Clinton að berja á Obama vegna tengsla hans við Tony Rezko, fasteigna(glæpa)manninn í Chicago.

As Democrats are prepared to begin voting...there are many, many, many more questions than answers for Senator Obama in regard to the Rezko matter," said Clinton communications director Howard Wolfson. "Democrats have a right to know these questions when considering who will be the best nominee to confront Senator McCain in the fall

Að þessu sögðu er það mín spá fyrir kvöldið að Obama vinni kjörmannasigur í Texas vegna kjörreglna þar en Clinton fái fleiri atkvæði þar. Clinton mun síðan vinna í Ohio með 8-10% mun, sem er meira heldur en flestir búast við. Þá mun Clinton vinna Rhode Island með yfirburðum (20+%) en Obama vinnur síðan Vermont með álíka yfirburðum eða meiri jafnvel.

Þetta leiðir af sér að kapphlaupið jafnast aðeins í kjörmönnum talið og Clinton telur sig fá "momentum" til að halda áfram í baráttunni og ef eitthvað er harðnar hún bara. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Demókrataflokkinn því þetta gefur Repúblikönum ákveðinn höggstað á þeim því árásir á milli Obama og Clinton verða harðari eftir því sem barátta þeirra dregst á langinn og það gefur bara Repúblikönum vopn í hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband