Minnihlutahóparnir skipta líka máli, kleinuhringir kannski líka?

Á meðan að skoðanakannanir sýna fram á að Clinton og Obama séu nánast jöfn í fylgi í stóru ríkjunum tveimur sem halda prófkjör á morgun (Texas og Ohio) reyna þau allt hvað þau geta til að auka fylgi sitt. Í þeim slag er ekki hvað síst reynt að ná til ýmissa minnihlutahópa sem geta, þegar upp er staðið skipt máli varðandi lokaniðurstöðuna.

Nú er Obama farinn að sverfa að Clinton á enn einum vígstöðvunum hvað þetta varðar en það er meðal samkynhneigðra. Clinton hefur haft sterk tengsl við þann þjóðfélagshóp en nú virðist sem Obama sé að sækja verulega á meðal þeirra. Þetta er talið skipta máli í jöfnum slag eins og nú er.

Obama got a potential boost in Texas today as the Houston GLBT Political Caucus PAC, which claims to be the oldest gay and lesbian civil rights group in the South, endorsed the Illinois senator. The backing marks the first time the organization has endorsed a presidential candidate

Þá hefur Obama verið að stíga í vænginn við annan þjóðfélagshóp sem eru gyðingar og þar virðist honum verða nokkuð ágengt. Þar hefur hann þó átt við að eiga að hafa fengið opinbera stuðningsyfirlýsingu frá Louis Farrakhan, leiðtoga íslamista sem og að hafa sagt full góð orð í garð Palestínumann á síðasta ári. Það er vandratað í bandarískum kosningaslag, ég segi nú ekki meira.

Winning the trust of Jewish Democratic voters is all the more difficult for Mr. Obama because of the tenuous relations between blacks and Jews. He addressed that very issue at the Cleveland debate when he used the answer to the Farrakhan question to call for a renewal of the ties between blacks and Jews

Og þetta hér að ofan sýnir enn og aftur hvað kynþáttamálin skipta miklu máli. Það sama á við um samskipti "latino" og svertingja. En það er talið Obama til tekna að hafa komist vel í gegnum fund með leiðtogum gyðinga í síðustu viku, fund þar sem margar stórar og þungar spurningar voru lagðar fram en Obama virtist hafa svarað fullnægjandi.

Og svona í lokin þá var borið saman hve miklu hver frambjóðandi hefði eytt í kleinuhringjakaup í kosningabaráttunni. Þar hefur Clinton vinninginn með kleinuhringjakaup upp á 6000 dollara, Obama og McCain síðan með öðru hvoru megin við 3000 dollara. Athyglisvert var síðan að læknaði offitusjúklingurinn (bein þýðing úr orðalagi fréttarinnar sem ég sá þetta í, sem sagt ekki mitt), Mike Huckabee heldur sínu striki og kaupir enga kleinuhringi.

Þetta spannst út frá því að Bill Clinton var þekktur fyrir kleinuhringjakaup í sinni kosningabaráttu og Hilary sagði í upphafi sinnar að hún ætlaði sko alls ekki að fylgja manni sínum eftir í þessum efnum.

Svei mér þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband