2.3.2008 | 12:23
Það sem vel er gert
Að kvöldi síðasta þriðjudags, 26. febrúar, fóru Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit og Hjálparsveit skáta Reykjadal fram í Kistufell í björgunarleiðangur. Greint var frá þessum aðgerðum í fjölmiðlum þar sem allar helstu grunnupplýsingar komu fram. Ferðin tók rúmlega hálfan sólarhring og gekk ágætlega en tveir göngumenn höfðu óskað eftir aðstoð þar sem annar þeirra var ekki í stakk búinn að halda förinni áfram.
Þessum tveimur mönnum, pólskum er voru hér í hálendisferð, verður að hrósa fyrir nálgun þeirra á ferð þeirra hér um landið. Þeir voru ágætlega búnir og það sem meira er um vert að þá lögðu þeir fram ferðaáætlun og voru með fullar tryggingar fyrir sig kæmi eitthvað uppá eins og til dæmis að það þyrfti að sækja þá. Þetta er til fyrirmyndar og rétt finnst mér að halda þessu til haga.
Hitt er svo annað að til að tryggingar komi að björgunaraðgerðum sem þessum, þ.e. greiði kostnað björgunarinnar eins og menn eru auðvitað að tryggja sig fyrir, þarf að gera lögregluskýrslu. Og þar er vandamál í þessu tilfelli á ferðinni eftir því sem ég best veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.