1.3.2008 | 00:29
Hvað gerist þegar skoðanakannanir halla á Hilary?
Fyrir um það bil viku síðan hafði Hilary Clinton forskot á Barack Obama bæði í Texas og Ohio, forskotið í Ohio var meira að segja verulegt. En síðustu vikuna hefur heldur hallað undan fæti hjá henni og nú er svo komið að kannanir í Texas sýna Obama með forskot (4%) og í Ohio er Clinton með mjög naumt forskot sem er reyndar það naumt að munurinn er ekki marktækur.
Og hvað gerir maður þá? Jú fyrsta skrefið var að koma með mjög grimmar auglýsingar á móti Obama. Hann svarar þeim og þær virðast ekki virka neitt sérstaklega vel.
Þá er næsta skref að setja út á og jafnvel hóta málsókn í Texas vegna flókinna reglna (mjög flóknar) Demókrataflokksins þar við úthlutun kjörmanna í ríkinu. Annars vegar er um að ræða prófkjör en svo hins vegar forval (caucus) og í herbúðum Clinton er búið að reikna það út að þetta fyrirkomulag hampi Obama. Styrkur frambjóðendanna virðist nefnilega vera svæðisskiptur og þar sem Obama er sterkari er fleiri kjörmenn að fá.
Æ, æ. Reglurnar eru kunnar fyrirfram og það er ekki mjög traustvekjandi þegar menn reyna að fara að krukka í þær þegar séð er að þær geta unnið aðeins á móti manni.
Ég reikna með að þessu ljúki 5. mars með því að Clinton dragi sig út úr baráttunni, þetta verður eiginlega að fara að enda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.