29.2.2008 | 12:18
Þeir fjúka víðar meirihlutarnir en í Reykjavík
Það er víðar á landinu þar sem það gerist að skipt er um meirihluta heldur en bara í Reykjavík. Í dag urðu meirihlutaskipti í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar þegar einn sveitarstjórnarmaður af E-lista gekk formlega til liðs við J-lista í sveitarstjórninni. Í framhaldinu var kosinn nýr oddviti sem og varaoddviti.
Í Þingeyjarsveit hafa verið boðnir fram tveir framboðslistar, E og J listi og hefur E listi haft 4 menn í sveitarstjórn en J-listi 3. Í dag var síðan efsti maður á J-lista, Erlingur Teitsson kjörinn oddviti og varaoddviti var síðan kjörinn Haraldur Bóasson, er gekk frá E-lista yfir í J-lista. Þetta hefur svo sem legið í loftinu í dálítinn tíma í kringum viðræður sveitarfélaga á svæðinu um sameiningu en nú er þetta sem sagt orðinn hlutur.
Ásteitingarsteinninn sem verður þess valdandi að þessi skipti fara fram eru sameiningarmál sveitarfélaga en eins og ég hef áður skrifað um þá liggur það fyrir að Þingeyjarsveit og Aðaldælahreppur sameinist í sumar.
Svei mér þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er "skúbb" dagsins Ragnar. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 29.2.2008 kl. 12:40
E listi og J listi, geturð nokkuð þýtt þetta yfir á íslensku. Ég meina hvaða flokkar standa undir þessum listum ? eða eru fimmflokkarnir ekki með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 13:39
Hver er Haraldur Bóasson? Mývetningur eða?? Hvað finnst þér um fyrirhugaða sameiningu?? ég sakna rosalega gömlu hreppaskriptingarinnar, í orði.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 15:11
Nei Ásthildur, ekki fimmflokkarnir. Bara tveir hópar þverflokkapólitískt sem fundu sér svo bara listabókstaf.
Já Ásdís, Haraldur er Mývetningur, býr núna í Pálmholti.
Ragnar Bjarnason, 29.2.2008 kl. 16:54
Og já Ásdís ég vil þessa sameiningu og reyndar stærri og meiri í framtíðinni.
Ragnar Bjarnason, 29.2.2008 kl. 17:31
það er sannarlega ánægjulegt að heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.