Æ æ

Einhvernveginn líst mér ekkert á þessa ráðningu. Guðmundur er búinn að reyna sig með landsliðið og sú reynsla var svona upp og ofan.

Helst lítur þetta út fyrir að vera björgunaraðgerð af hálfu HSÍ og maður reiknar ekki með mikið bættum árangri í kjölfarið.

Ég held svei mér þá að maður hefði frekar viljað sjá Sigga Sveins með liðið.


mbl.is Guðmundur ráðinn þjálfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu bara eins og er: Guðmundur komst ekki rassgat með liðið á sínum tíma og þessi ráðning hans nú er gersamlega út í hött. Ég vorkenni strákunum!

Jón Garðar (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Er ekki aðalstyrktaraðili HSÍ bara að redda þeim yfir þessar keppnir sem enginn leggur í? Vondur tími að leita að þjálfara núna, verður auðveldara í sumar.

Annars er mér slétt sama um þetta

Rúnar Birgir Gíslason, 25.2.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Stefán Jónsson

Ég er nú þeirrar skoðunar að Guðmundur sé besti þjálfarinn á landinu.
Hann náði líka næst besta árangri sem náðst hefur með íslenska landsliðið, þegar hann stýrði því í 4. sæti á EM 2002.

Ég get hins vegar tekið undir það að ráðningin ber keim af björgunaraðgerð hjá HSÍ og ég endurtek það sem ég hef sagt áður (og liggur í augum uppi) að við náum engum árangri nema hafa landsliðsþjálfara í fullri stöðu.
Helst hefði ég viljað fá útlending í starfið.
Sigga Sveins væri ég til í að sjá eftir nokkur ár.

Stefán Jónsson, 25.2.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband