Hvernig dettur mönnum í hug...

... að eyða góðum bita úr áhorfsmesta dægurmálaþætti landsins í nöldur út af bloggi. Mér er alveg sama þó að það hafi verið Össur sem skrifaði bloggið og tekið hafi verið duglega á Gísla Marteini, það þurfti sko ekki að velta sér upp úr því eins og gert var í kastljósi í vikunni.

Ég fer sko alveg að fara að fá nóg af Stöð 1 svei mér þá.

Eina góða þessa dagana hjá þeim er að hafa ráðið Snorra Sturluson aftur á íþróttadeildina. Ætli menn sjái almennt hvernig hann hefur breytt efnistökum þar svo um munar? Ég leyfi mér að benda á að nú er til dæmis komin umfjöllun um íslenska körfuboltann.

Ætli maður tjái sig svo nokkuð meira um Vilhjálm Þ.? Þar fer ekki maður sem ætlar að taka allra bestu ákvarðanir ársins held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér. Bara búin að fá nóg af þessu hjá þeim.  Snorri er mega strákur og ég er mikið fegin að hann er kominn aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 22:03

2 identicon

Algjörlega sammála þér, líka um snorra,

pg (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég hef trú á að Snorri eigi eftir að sinna hverri grein eins og hún eigi skilið miðað við áhuga og iðkendafjölda landsmanna. Hann er magnaður fjölmiðlamaður, hefði viljað heyra hann lýsa öðrum leiknum í dag. Hrafnkell er fínn en ég er ekki mikill aðdáandi Adolfs Inga.

Rúnar Birgir Gíslason, 24.2.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband