Af hverju tekst þeim alltaf að klúðra talningu í kosningum?

Það muna margir eftir Florida í forsetakonsingunum og hvernig sú atkvæðatalning var. Í prófkjörsbaráttu vetrarins kom síðan upp tilvik hjá Repúblikönum þar sem hætt var að telja þegar 13% atkvæða voru ótalin.

Og það nýjasta eru vafasamar tölur í prófkjöri Demókrata í New York 5. febrúar. Samkvæmt óstaðfestum fyrstu tölum reka menn augun í eftirfarandi:

80 election districts among the city’s 6,106 where Mr. Obama supposedly did not receive even one vote, including cases where he ran a respectable race in a nearby district

En þetta hefur síðan verið að leiðréttast þegar farið hefur verið yfir talninguna aftur en það kemur til mað taka þónokkurn tíma áður en því verður fyllilega lokið:

In the Harlem district, for instance, where the primary night returns suggested a 141 to 0 sweep by Senator Hillary Rodham Clinton, the vote now stands at 261 to 136. In an even more heavily black district in Brooklyn — where the vote on primary night was recorded as 118 to 0 for Mrs. Clinton — she now barely leads, 118 to 116

Menn svona veigra sér við því að halda því fram að rangt sé haft við en það örlar á því að það sé látið í það skína. Stuðningsmenn Obama eygja í það minnsta kannski einum eða tveimur fleiri kjörmenn í New York þegar talningu verður loksins lokið og það getur skipt máli í þessari jöfnu baráttu sem nú er í gangi.

Þeir ættu kannski að hætta með kosningavélarnar sínar nú eða þá að þetta séu mannleg mistök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fá Íslendinga til að aðstoða við talningu. Raggi, við mundum nú skella okkur út ef falast væri eftir starfskröftum okkar, er það ekki??

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

gúgglaðu : diebold site:malacai.blog.is

Vonandi fynnur þú eitthvað sniðugt

Kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 18.2.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband