18.2.2008 | 15:24
Af hverju tekst þeim alltaf að klúðra talningu í kosningum?
Það muna margir eftir Florida í forsetakonsingunum og hvernig sú atkvæðatalning var. Í prófkjörsbaráttu vetrarins kom síðan upp tilvik hjá Repúblikönum þar sem hætt var að telja þegar 13% atkvæða voru ótalin.
Og það nýjasta eru vafasamar tölur í prófkjöri Demókrata í New York 5. febrúar. Samkvæmt óstaðfestum fyrstu tölum reka menn augun í eftirfarandi:
80 election districts among the citys 6,106 where Mr. Obama supposedly did not receive even one vote, including cases where he ran a respectable race in a nearby district
En þetta hefur síðan verið að leiðréttast þegar farið hefur verið yfir talninguna aftur en það kemur til mað taka þónokkurn tíma áður en því verður fyllilega lokið:
In the Harlem district, for instance, where the primary night returns suggested a 141 to 0 sweep by Senator Hillary Rodham Clinton, the vote now stands at 261 to 136. In an even more heavily black district in Brooklyn where the vote on primary night was recorded as 118 to 0 for Mrs. Clinton she now barely leads, 118 to 116
Menn svona veigra sér við því að halda því fram að rangt sé haft við en það örlar á því að það sé látið í það skína. Stuðningsmenn Obama eygja í það minnsta kannski einum eða tveimur fleiri kjörmenn í New York þegar talningu verður loksins lokið og það getur skipt máli í þessari jöfnu baráttu sem nú er í gangi.
Þeir ættu kannski að hætta með kosningavélarnar sínar nú eða þá að þetta séu mannleg mistök.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fá Íslendinga til að aðstoða við talningu. Raggi, við mundum nú skella okkur út ef falast væri eftir starfskröftum okkar, er það ekki??
Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 17:02
gúgglaðu : diebold site:malacai.blog.is
Vonandi fynnur þú eitthvað sniðugt
Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 18.2.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.