17.2.2008 | 14:49
Var von á öðru?
Ætli það hafi verið von á öðru en öflugri áróðursherferð af hálfu Repúblikana gegn forsetaefni Demókrata? Ég held ekki.
Repúblikanar eiga nefnilega alveg heilu skjalasöfnin um það hvernig eigi að berja á Hilary Clinton ef hún verður forsetaefni Demókrata. Nú ef það verður Obama þá þurfa þeir að leggja í að endurvinna það og jafnvel bæta einhverju nýju við.
Annars dettur mér helst í hug að þetta sé tvöfalt í roðinu. Repúblikanar eru nefnilega hræddari eins og er við Obama en Clinton og þetta lítur því út fyrir að vera meira svona innlegg til hjálpar Clinton í Demókrataslagnum.
Áróðursherferð gegn Obama í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér í því. Þeir vilja einmitt fá Hilary í slaginn, því hún liggur vel við höggi, menn eru ekki búnir að gleyma Wite water, og öðrum hneykslismálum sem þau hjón voru viðriðin. Þannig að þarna hefur hún fengið óvæntan liðsmann, ef svo má segja, og þar sést að ekki eru allir þeir vinir manns sem rétta út hjálpandi hönd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2008 kl. 15:53
White water átti þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2008 kl. 15:54
Algjörlega sammála Ásthildi og þér. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.