16.2.2008 | 21:45
Tæplega boðlegt
Aukin íslensk dagskrárgerð er mér mjög að skapi. En ég vil helst að það sé eitthvað varið í hana þegar ráðist er þá vinnu.
Laugardagslögin er dæmi um metnaðarfullt verkefni, sem augljóslega hefur verið lagt mikið í. Vandamálið finnst mér hins vegar vera að útkoman í því verkefni er ekki í samræmi við það sem í er lagt.
Í kvöld keyrði svo um þverbak. Hundleiðinglegur þáttur sem hafði nákvæmlega ekkert erindi við mann, hvernig sem á það er litið. Alveg grátlegt að bjóða manni uppá þessa hörmung á góðu fjölskyldukvöldi.
Ég vona bara að ég sé einn af fáum sem finnst þetta því annars er RÚV á rangri leið.
Eiginlega ekki boðlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála.
Sigríður Gunnarsdóttir, 16.2.2008 kl. 23:39
Slakur þáttur, þegar efnið er svo viðamikið gerir maður meiri kröfur...........
Vilborg Traustadóttir, 16.2.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.