16.2.2008 | 14:54
Önnur nýjasta tíska
Alveg merkilegt hvað fólki dettur í hug og getur verið mikið hjarðdýr. Ef einn fer af stað kemur hópur á eftir.
Það nýjasta sýnist manni vera bloggfrí ef einhverjum mislíkar eitthvað.
Ég er á móti auglýsingum á bloggvefjum, ég hætti að blogga
Ég vil hafa Jóhönnu Vilhjálms áfram í Kastljósinu, ég hætti að blogga þangað til
Af hverju misst ég eiginlega? Ef mér mislíkar eitthvað þá segi ég það ég fer ekki í þagnarbindindi til að fá mínu framgengt. Ef einhver er að gera eitthvað sem maður er ekki alveg sáttur með þá er það honum í hag að maður þegi um það er það ekki?
En það er gott að það eru ekki allir sammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er allavega ekki að fara neitt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.