16.2.2008 | 00:34
Vandræði Clinton halda áfram
Ég hef aðeins tæpt á vandræðum þeim, er Hilary Clinton á við að eiga í kosningabaráttu sinni þessa dagana og nú er að koma upp enn eitt atriðið sem veikir stöðu hennar frekar en orðið er. Það hefur svo sem aðeins verið orðrómur í þessa átt undanfarna daga. Nú er það að komast í hámæli að sjálfkjörnu kjörmennirnir sem lýst hafa stuðningi við hana hingað til séu byrjaðir að yfirgefa hana og styðja Obama í stað hennar.
Talað var um að hennar sjálfkjörnu kjörmenn væru eins og "fuglar á vír" og myndu huga sér mjög snögglega til hreyfings eins og málin hafa spilast í slagnum frá ofur þriðjudeginum.
Veit ekki með það svo sem en þetta er mjög rökrænt þegar maður les þetta:
The challenge before the former first lady is that self-interest is a powerful motivator in politics. For people like Scott, their first concern is how their role as a superdelegate will impact their politics at home. The best Clinton can hope for is to keep wavering superdelegates from jumping ship in any significant numbers before March 4. In the end, however, Clinton must find a compelling way to convince superdelegates whose states or districts were carried overwhelmingly by Obama to bypass that vote and stay on her side. That is one tough sell
Sem sagt þegar upp er staðið þá verða þeir sjálfkjörnu, sem oft eru kjörnir í starf heima fyrir að fara eftir vilja þess fólks sem kaus þá .... til að halda sínu starfi.
Pólitíkusar að hlusta á fólkið sem sagt í sinni skýrustu mynd.
Gæti verið.
PS Hér er líka áhugaverð grein um þau mistök Clinton að berjast lítið sem ekkert í ríkjum með forval (caucus).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Athugasemdir
Já ætli Obama hafi það ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.