15.2.2008 | 00:04
Síðbúin úrslit frá ofur þriðjudegi
Loksins kláraðist að telja atkvæði í Nýja Mexikó ríki þar sem forval var 5. febrúar. Hilary Clinton vann með litlum mun og fær því 14 kjörmenn í ríkinu en Obama 12.
Þar sem barist er um hvern kjörmann eru þetta auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Clinton.
Annars er hún farin að vera aðeins grimmari við Obama og segir:
I am in the solutions business. My opponent is in the promises business
Og að auki ætlar hún að vera með virka baráttu á Hawaii fyrir forvalið þar á þriðjudaginn kemur, sendir Chelsea þangað í erfiða baráttu. Hún hefur nú reyndar haft stóru hlutverki að gegna í baráttu móður sinnar hingað til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þær mæðgur ætla semsagt að taka þetta saman.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 01:03
Obama á eftir að hafa þetta nema að flokkurinn ætli að taka áhættuna á að klofna ef að flokksgæðingarnir (superdelegates) breyta stöðunni sem mun væntanlega liggja fyrir á flokksþinginu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.2.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.