Hvað getur Clinton gert?

Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Hilary Clinton hafi á brattann að sækja í kosningabaráttunni eins og er. Allt of margt hefur gengið henni í mót undanfarna tíu daga eða svo og í raun hefur hún bara verið að slökkva eldana þann tíma. En hvað gerðist og hvernig á hún að bregðast við?

Eitthvað hef ég rakið áður um hvað gerðist en hér er ein skýringin enn. Hún náði ekki að sýna sig sem breytingu heldur varð hún merki hins staðnaða og þar með opnaði hún á aðalsmerki Obama í hans baráttu fram að þessu, breytingu. Hún er í sjálfu sér ekkert minni breyting en Obama, hún setti það bara fram á annan hátt og svo var mótleikur hennar við breytingaslagorðum Obama reynsla. Áratuga reynsla. Eitthvað sem fær hana einmitt til að líta út fyrir að vera staðnað fyrirbæri og boðberi þess sem var í stað framtíðarinnar. Mér finnst þetta vera athyglisverð útskýring og örugglega einn þátturinn í því hvernig nú er komið hjá henni.

Þá var það líka klaufalegt af henni í kjölfar ofur þriðjudagsins að segjast hafa unnið þau ríki sem þurfi að vinna í haust en Obama hefði unnið þau ríki sem ekki sé séns að Demókratar vinni í haust. Þetta virkaði henni ekki til framdráttar heldur vakti þetta fremur úlfúð í þeim ríkjum sem Obama vann.

En þá er það spurningin hvað hún getur gert núna. Þetta er ein leiðin:

One solution that doesn't seem to come up much is perhaps the simplest -- and most dangerous: going negative.

"Going negative is a not a bad option for Clinton," said one Democratic strategist based in Washington

En það getur verið henni ákaflega hættulegt

For starters, voters -- even within the Democratic party -- are far more divided in their feelings about Clinton than they are about Obama. The knock on Clinton and her husband, former President Bill Clinton, is that they are too political, willing to do or say anything to get elected

Eða á afar einfaldann hátt

Due to the doubts about her among Democratic voters, Clinton runs the risk of a significant rebound effect if she decides to attack Obama, whose entire campaign is based on uplift and hope, in places like Wisconsin and Ohio. Obama would have a ready answer that amounts to "Here they go again" that would likely resonate with many Democratic voters

En eitt er víst, hún þarf að snúa taflinu sér í vil fyrir prófkjörin í Ohio og Texas. Ef hún vinnur ekki stórt í þeim ríkjum báðum held ég að hún verði að velta því alvarlega fyrir sér að hætta keppni.

En ég er einn af þeim sem afskrifa hana ekki því eins og einn skýrandinn sagði "never write the Clintons off".

Ég á líka eftir að sjá hvernig Obama höndlar það að vera ekki lengur Davíð í þessari baráttu heldur meira í stíl við Golíat.

Uppfært: Clinton virðist hafa fylgt þessu ráði og ákveðið að vera beinskeyttari í baráttu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband