14.2.2008 | 21:23
Hver er minn maður?
Tók loksins svona frambjóðendapróf í slagnum í Bandaríkjunum. Þetta hérna varð fyrir valinu sem er, að því að ég best veit, ekki það sem flestir taka.
Niðurstöðurnar koma svo sem ekki á óvart. Obama stendur mínum skoðunum næst en Fred Thompson fjærst. Ron Paul stakk sér svo í fimmta sæti hjá mér með rúmlega 50% samsvörun.
Enda er ég frjálslyndur miðjumaður, svona örlítið til vinstri. Obama er líka næst miðjunni af Demókrötunum og frjálslyndastur og samkvæmt þessu erum við á svipuðu róli í vinstrimennskunni (ég ívið meira) og svipað frjálslyndir (ég ívið meira).
Algjörlega gagnslaust náttúrulega að eyða tíma í svona próf en getur verið gaman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.