13.2.2008 | 22:04
Ekki að ég ætli að verja Moggann neitt sérstaklega
þegar mest gekk á (það gengur kannski mest á ennþá?) við og í kjölfar myndunar meirihluta nr. 3 í Reykjavík þá voru nokkuð stingandi skrif í Morgunblaðinu. Aðallega var þessum skrifum auðvitað beint að Samfylkingarfólki og Vinstri Grænum. Mótspilið var að segja upp áskriftinni að Mogganum, meðal annars Dagur B. og einhverjir fleiri.
Nú rifjast upp fyrir mér að kjörnir fulltrúar fá greiðslu (launauppbót) til að standa straum af áskrift fjölmiðla því þeir þurfa nú líklegast að vera vel inni í umræðunni sem fram fer í samfélaginu.
Það sem ég man ekki er hvort þetta á eingöngu við Alþingismenn eða hvort þetta á líka við um borgarfulltrúa í Reykjavík. Það væri ágætt að fá svör fróðari manna um þetta.
En ef að þetta er svona hvernig virkar þessi greiðsla þegar menn eru farnir að segja upp áskriftunum sem greiðslan á að borga?
Ég veit það ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það væri sko gaman, ertu búinn að lesa nýjustu bloggfærsluna hjá mér, hefði gaman að heyra skoðun þína á því máli. Kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.