13.2.2008 | 20:22
Fordómar - dæmisaga
Fyrir nokkrum árum sagði eldri maður, kominn undir sjötugt, mér sögu af sjálfum sér. Hann fór í sund í ekki verulega vel sóttri sundlaug og sat þar einn dágóða stund í heita pottinum. Þá kom í pottinn stór og svartur maður, settist gegnt honum og brosti til hans. Öldungurinn fór hið snarasta upp úr pottinum og inn í sturtu. Hættur í sundi þennan daginn. Ég spurði af hverju hann hefði farið upp úr og svarið var einfalt.
Ég hélt að hann ætlaði að éta mig
Það var nefnilega þannig þegar þessi eldri maður var í sinni skólagöngu var ekki auðugur garður námsefnis. Ætli hann hafi ekki bara lesið um svarta menn í gömlu góðu Dýrafræðinni þar sem þess háttar litaraft var beintengt við mannætur og þaðan af verri iðju.
Grátbroslegt en fordómar eru ekkert annað en vanþekking og ber að berjast gegn þeim á þann hátt. Við getum ekki skýlt okkur í þjóðfélagi dagsins í dag á bakvið þekkingarskort.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, það er rétt við höfum of mikla þekkingu til að geta falið okkur, svona í flestu.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 20:27
Ég er sammála Ásdís Ragnar minn.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.