13.2.2008 | 13:58
Eftirhreytur prófkjöra gærdagsins
Fyrst hjá Repúblikönum. McCain vann alla þrjá slagina þar sem minnsti munurinn var í Virginíu, 9% eða þar um bil. Það er ljóst að Huckabee getur engann veginn náð honum í kjörmannafjölda og því endanlega ljóst að McCain er forsetaframbjóðandi Repúblikana í haust.
En það var ekki fullt beð af rósum hjá McCain í gær. Fyrir það fyrsta þá hefur verið álitið að hann nái ágætlega til óháðra kjósenda en það virtist ekki svo vera í gær í Virginíu. Þeir kusu Huckabee frekar. Ljósu punktarnir eru þó þeir að McCain virðist vera búinn að vinna á sitt band hluta íhaldsmanna:
On the GOP side, McCain finally scored a breakthrough win Tuesday by winning the conservative vote in Maryland, which could be a sign that the Northern conservative vote is coalescing around him
En ekki alla:
Although he holds a nearly insurmountable lead over former Arkansas Gov. Mike Huckabee, McCain still hasn't turned the corner with the Southern conservative vote
Huckabee heldur samt áfram í skjóli tiltölulega naums taps í Virginíu, segir að Repúblikanar þurfi að hafa rödd sína áfram í slagnum.
Og þá að Demókrötum. Obama vann stórt, jafnvel stærra en reiknað var með og Clinton er í vandræðum, ekki spurning um það. Þau hafa birst undanfarið í fjármálum og mannahaldi en í gær koma nýjar áhyggjur fyrir hana fram.
Svo virðist nefnilega vera, samkvæmt útgöngukönnunum, að Obama sé að fá meiri stuðning frá þeim kjósendahópum sem Clinton hefur stólað á fram að þessu. Obama fékk nefnilega meiri stuðning í gær frá konum, eldri borgurum og "latino" kjósendum heldur en hann hefur fengið hingað til og menn reiknuðu með í gær. Góðar fréttir fyrir hann ef þetta er ekki einstakt fyrir gærdaginn en slæmar fyrir Clinton.
En hvað getur Clinton gert? Um eitt atriði eru menn sammála og það er að hún þurfi að hamra á efnahagsmálum næstu vikurnar. Þar hefur hún forskot á Obama og það verður hún að nýta sér.
Svo eru nokkur atriði önnur sem talað er um. Hún þarf að koma sér í fréttirnar, bæði sjálfri sér og svo jákvæðri umfjöllun um fjármálin hjá henni þar sem hægt er að sýna fram á sterkan grunn hennar í framlögum sem skila sér í gegnum netið.
Síðast en ekki síst er talað um að hún þurfi nauðsynlega á því að halda að ganga vel í Wisconsin í næstu viku, betur en allir segja til að hafa eitthvað að byggja á næstu vikurnar. Ef það gerist ekki sé henni nauðsynlegt að fá stóran hóp sjálfkjörinna kjörmanna til að styðja sig en það virðist ekki vera í spilunum því þeir virðast flestir halda að sér höndum þangað til eftir Texas og Ohio prófkjörin.
Þá er það orðin víðtækari skoðun meðal stjórnmálaskýrenda vestan hafs að Clinton þurfi að vinna örugglega í Texas og Ohio annars sé slagurinn hreinlega búinn hjá henni.
Ég held samt ennþá að hún hafi þetta, það er of mikil reynsla hjá henni til að telja hana af strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er mjööög spennandi ekki spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.