Obama og McCain vinna prófkjörin í Maryland og Washington DC

Þegar kjörstöðum í Maryland ríki var lokað, sem var einni og hálfri klukkustund síðar en ráð var fyrir gert vegna óveðurs, voru Obama og McCain lýstir sigurvegarar þar.

Það var við því búist að Obama ynni Maryland og sú er raunin, spurningin bara hve stórt. Það virðist þó vera svipað og úrslitin í Virginiu.

Það sama er uppi á teningnum í Washington DC (District of Columbia) en þar vinna þeir Obama og McCain sigra í prófkjörinu þar. Þar eru sigrarnir þó mun stærri en í hinum ríkjum dagsins, sér í lagi hjá Obama en það stefnir í 75-25% sigur hans á Clinton.

Þá aukast vandræðin enn hjá Clinton. Í fyrradag var tilkynnt um nýjan framkvæmdastjóra kosningabaráttu hennar og í kvöld hætti aðstoðarframkvæmdastjórinn. "You can´t fire the candidate so you have to fire the staff" var sagt um þetta á CNN.

Þetta virðist vera gert sökum þrýstings frá þeim aðilum sem leggja Clinton til fjármagn í kosningabaráttuna og sýnir að ekki hefur verið hugsað um langtímaplan fram yfir ofur þriðjudaginn. Þá átti allt að vera klappað og klárt en nú eru menn farnir að tala um að sjálfkjörnu kjörmennirnir fari jafnvel að rjátlast af henni í kjölfar margra ósigra, í það minnsta muni ekki margir bætast á listann á næstunni.

Clinton var strax farin í baráttu í Texas og virðist því ætla að sigla framhjá þessum tveimur ríkjum í næstu viku og leggja allt í sölurnar í Texas og Ohio.

Úrslit, DC

Obama 76%, Clinton 24%.              McCain 67%, Huckabee 17%, Paul 8%, Romney 6%

Líkleg úrslit, Maryland

Obama 62%, Clinton 35%.             McCain 55%, Huckabee 30%, Paul 6%, Romney 6%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurdu einhvern tima fyrir vinnu og barnauppeldi thessa dagana... ;)

Gunna (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hey, eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni i´ svefnleysinu.

Ragnar Bjarnason, 13.2.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband