Obama vinnur í Virginíu

Nú er búið að loka kjörstöðum í fyrsta ríki dagsins af þremur sem er með prófkjör og það stendur ekki á fréttamiðlunum að lýsa sigurvegara um leið og það gerist.

Obama hefur verið lýstur sigurvegari í Virginíu ríki á grundvelli útgönguspár. Mér sýnist að hann fái í kringum 60% fylgi, svona rúmlega kannski og Clinton hátt í 40%.

Þetta er það ríki dagsins sem stjórnmálaskýrendur töldu helst að Clinton ætti möguleika á að vinna en það virðist ekki ganga eftir.

Uppfært: Þegar rúmlega þriðjungur atkvæða hefur verið talinn er staðan þannig hjá Demókrötum að Obama er með 67% og Clinton 32%. Niðurstaðan verður sjálfsagt á þessa lund, kannski 1-2% til eða frá.

Hjá Repúblikönum er hins vegar staðan nánast hnífjöfn, McCain og Huckabee báðir með 46% atkvæða en Paul % og Romney 3%. Mjög spennandi þar og enn er Huckabee að setja strik í reikninginn hjá McCain þrátt fyrir sífellt háværari raddir um að hann eigi að draga sig úr baráttunni.

Það virðist hins vegar ætla að verða mun jafnari leikur hjá Repúblikönum. Þar leiðir Huckabee samkvæmt fyrstu tölum en útgönguspár gera ráð fyrir naumum sigri McCain (ca.3-4%).

Nú hefur CNN lýst McCain sigurvegara hjá Repúblikönum í Virginu ríki þegar búið er að telja tæplega 60% atkvæða. Þá er hann með 47% en Huckabee 44%. Mjög lítill munur á milli þeirra en samt sem áður er McCain lýstur sigurvegari.

Samkvæmt útgönguspám hjá Demókrötum leiðir Obama 90-10% meðal svartra kjósenda en Clinton 51-48% meðal hvítra kjósenda. Það virðist reyndar vera eingöngu meðal hvítra kvenna sem Clinton leiðir Obama. Svo finnst mér líka athyglisvert að af þeim sem ákváðu í dag hvort þeirra þeir kysu varð Clinton frekar fyrir valinu.

Úrslit:

Obama 64%, Clinton 36%

McCain 50%, Huckabee 41%, Paul 5%, Romney 3%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, æ, æ, er hún eitthvað að falla frúin. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er eitthvað að gerast já, held samt ennþá að hún vinni þetta á endanum.

Ragnar Bjarnason, 13.2.2008 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband