12.2.2008 | 19:38
Molar úr prófkjaraslagnum
Það eru þrjú prófkjör í dag í forsetaútnefningarslagnum vestan hafs. Í Maryland, Virginíu og Kolombíuhreppi (DC). Samtals er um að ræða 168 kosna kjörmenn hjá Demókrötum en 110 hjá Repúblikönum.
Flestir reikna með sigri Obama í þessum þremur prófkjörum dagsins og jafnvel í næstu viku líka en þá er kosið í tveimur ríkjum, forval á Hawaii og prófkjör í Wisconsin hjá Demókrötum en prófkjör í Washington ríki og Wisconsin hjá Repúblikönum.
Ég reikna með góðum sigrum hjá Obama í kvöld og að McCain haldi áfram að eiga við Huckabee.
Útlitið er ekkert sérstakt hjá Clinton. Hún var í fjárhagskreppu með baráttuna eftir ofur þriðjudaginn, sem þó er búið að leysa núna virðist vera. Sumpart var það vegna þess að það var reiknað með að hún yrði búin að klára dæmið 6. febrúar og því var eytt miklum fjármunum of snemma miðað við hver raunin varð í baráttunni. Svo er hún búin að stokka upp í stjórn baráttunnar hjá sér en það nýjasta er að það eru farnar að koma heimildir innan úr herbúðum hennar að staðan sé ekki góð framundan. Það er semsagt komin pressa á hana frá sjálfkjörnum kjörmönnum og fjárhagslegum stuðningsaðilum um að hún verði að fara að gera betur en nú er. Krafan er sú að Clinton verði að vinna Texas og Ohio stórt annars eigi hún að draga sig til baka.
Ég veit ekki með það en ég hef hingað til reiknað með því að hún hljóti útnefningu Demókrata og held það ennþá. Obama þarf að vinna Ohio og þá verður staðan kannski önnur!
Annars hafa Repúblikanar reynt að gera sér mat úr þessari löngu og ströngu baráttu og segja hana kljúfa Demókrata. Þetta var afgreitt á eftirfarandi hátt í Washington Post í dag:
What gives Democrats heart -- and clearly worries Republicans -- is that the Obama-Clinton contest does not reflect a deep, ideological split within the party. The Republican Party appears to be more divided along ideological lines right now
Eins og þeir vita sem verið hafa að taka prófin um frambjóðendurna vita þá skora þau Obama og Clinton yfirleitt mjög nálægt hvort öðru hjá þeim. Það er nákvæmlega aðalmálið í þessu, þau eru ekki svo langt frá hvort öðru hugmyndafræðilega séð í stórum dráttum.
Annars var Obama frjálslyndasti öldungadeildarþingmaðurinn árið 2007. Veit ekki hvort það hjálpar honum neitt í baráttunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara spennandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.