11.2.2008 | 22:10
Getur verið...
Þegar maður fer yfir atburði borgarmálanna í dag, svona létt í huganum, kvikna örfáar spurningar.
Getur það virkilega verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé svona rækilega klofinn með grimm fylkingaátök innanborðs eins og margir hafa viljað vera láta í dag? Ég hef ekki lagt trúnað á það hingað til en það eru farnar að renna á mann tvær grímur með það. Getur það verið að ástandið sé að sigla í svipað horf og var í uppgjöri innanflokks um og uppúr 1980.
Hvernig verður samband fjölmiðla við Sjálfstæðismenn í kjölfar þessa fundar í dag? Það var augljóslega reynt að hafa áhrif á aðkomu þeirra að málinu og af veikum mætti stjórna aðgangi þeirra. Samband fréttamanna og stjórnmálamanna hefur byggst á gagnkvæmum skilningi og aðgengi hvors hóps að hinum. Atburðir síðustu daga gætu haft áhrif til hins verra þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn gæti manni dottið í hug.
Einhvernveginn fannst manni svo Vilhjálmur vera einn á báti, ekki búið að segja honum upp af samstarfsfélögum sínum. Það aftur á móti stafar ekki af því að hann njóti fulls stuðnings og trausts þeirra heldur miklu frekar vegna þess að ekki er fullur stuðningur eða traust í garð þess sem á eftir kemur. Ekki ennþá. Vilhjálmur látinn hanga til þerris í sinni umhugsun á meðan það er útkljáð. Ekki góð framkoma það.
Svei mér þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sjálfstæðiskonan verð að viðurkenna að ég er farin að hugsa svolítið á þessum nótum. Skil ekkert í forystunni og mínum mönnum yfir höfuð.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.