Gagnslausir molar úr demókrataslagnum

Alveg ótrúlegir þessir Ameríkanar. Nú er Obama-mentum orðið svo víðtækt að það er farið að virka út fyrir kosningabaráttuna. Hann fékk nefnilega Grammy-verðlaun í gær og var þar tekinn fram yfir Bill Clinton. Obama er þá kominn með 2 Grammy verðlaun á móti 2 hjá Bill og einum hjá Hilary.

En þetta, ásamt stórum sigrum helgarinnar, gefa Obama byr undir báða vængi fyrir komandi prófkjör og forvöl. "Potomac" prófkjörin á morgun og svo Hawaii og Wisconsin á þriðjudaginn eftir viku.

Á meðan hamast menn í herbúðum Clinton við að draga úr væntingum þessa mánaðar, hrista upp í eigin herbúðum og stefna á stóra og mikla hluti í mars í staðinn. Spurningin hvort það verði of seint að gera eitthvað þá.

Svo er enn verið að telja í Nýja-Mexíkó ríki. Þar var ég aðeins búinn að minnast á vandræði í kosningunni sjálfri og það er ennþá verið að vinna úr því. Mjótt á munum og spurningin hvort það verði jafntefli í kjörmönnum þar eða Clinton vinni með tveimur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband