Erum við í Sovétríkjunum?

Þessa spurningu heyrði ég áðan í sambandi við fréttamannafund-fréttamannaviðtöl Vilhjálms Þ. núna áðan.

Svei mér þá ef það er ekki bara eitthvað til í þessu. Hvaða hugmyndaflug er það eiginlega að ætla sér að stýra fjölmiðlunum á þann hátt að tala við fulltrúa þeirra einn og einn í einu? Það var þó hálf brotið á bak aftur en þó ekki.

Og svo er auðvitað bara haft það sem verst er fyrir Vilhjálm í fjölmiðlunum. Getur það verið að það sem verst er sé það sem þarf að spyrja um?

Þar fyrir utan hefðu nú fjölmiðlafólkið, sem beið dágóða stund eftir þessu líka svakalega viðtali við Vilhjálm, getað unnið sína vinnu aðeins betur. Samræmt sig aðeins í spurningum en ekki verið gjammandi yfir allt og alla meðan á stóð. Það hefði gefist betur.

En hálf gagnslaus fundur þegar upp er staðið.

Svei mér þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband