Obama vinnur Maine forvalið

Það kemur örlítið á óvart að Obama vinnur forvalið sem haldið var í dag í Maine ríki því fyrirfram voru margir á því að Clinton ynni sigur þar.

Obama virðist fá um 58% og Clinton 41% en það er þá líka meiri munur en maður átti von á að sjá.

Uppfært: Lokatölur, Obama 59% og Clinton 40%.

Annars hefur Clinton verið í einhverjum vandræðum núna því hún tapaði stórt í gær, tapar í dag og ekki er gott útlit fyrir hana á þriðjudaginn en þá eru haldin þrjú prófkjör.

Í dag skipti hún um framkvæmdastjóra kosningabaráttunnar hjá sér og vekur það nokkra eftirtekt þar sem einungis tveir dagar eru í mikilvæg prófkjör. Það er jafnvel farið að tala um að hún sé að nota "Giuliani" aðferðina. Sleppa ríkjum og ætla sér að vinna í þeim stóru sem þá í þessu tilviki er Texas og (Vermont) Ohion (leiðrétt) í byrjun mars. Það barst einmitt yfirlýsing frá baráttu hennar strax á laugardagskvöld áður en tölur birtust þar sem talaðar voru niður væntingar hennar til þessara kosninga og bent á að Obama hefði eytt miklu meira fé í auglýsingar en hún.

Hjá Repúblikönum er Huckabee ekki sáttur með úrslit í Washington, segir að talningu hafi verið hætt áður en allt var talið og er að skoða frekari aðgerðir í því máli.

Og Ron Paul heldur áfram byltingunni sinni:

If I may quote Trotsky of all people, this Revolution is permanent

Ég er bara farinn að kunna ágætlega við hann eins og maður kíkti ekkert á hann í fyrstu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ragnar

Vermont verður seint talið stórt ríki með 15 fulltrúa. Það eru Ohio (141 kosnir/ 161 í heild) og Texas (193 kosnir/ 228 í heild) sem eru stóru ríkin sem Hillary liðið er að tala um.

Svo er Ron Paul hættur eins og sjá má á eyjunni.

Friðjón R. Friðjónsson, 11.2.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sæll Friðjón.

Já ég setti inn Vermont í stað Ohio í fljótfærni, takk fyrir þá leiðréttingu, að auki er síðan Rhode Island með þann 4. mars.

Varðandi Ron Paul þá var það komið fram að hann væri hættur, ég var bara að benda á að "byltingunni" sinni heldur hann áfram. Hefði getað verið skýrari í þessu.

Ragnar Bjarnason, 11.2.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband