10.2.2008 | 01:22
Lítur vel út í Washington fyrir Obama
Það eru byrjaðar að berast atkvæðatölur (ríkiskjörfundarmannatölur) úr Washingtonríki og þær líta nokkuð vel út fyrir Obama.
Um það bil fjórðungur atkvæða hefur verið talinn og er Obama með 66% á móti 33% hjá Clinton. Þetta er aðeins yfir því sem reiknað var með í herbúðum hans en það verður líka að segjast að ekki er alveg víst hvaðan í ríkinu þessar tölur berast og því geta orðið þónokkrar breytingar þegar á líður.
Annars er kerfið óhemjuflókið í Washington í ár. Það eru bæði "caucus" og "primary" en hjá Demókrötum gildir bara forvalið (caucus) en hjá Repúblikum gilda bæði forvalið og prófkjörið. Þetta er til komið vegna ágreinings óháðra kjósenda við flokkana sem vildu hafa lokuð forvöl en þá kærðu óháðir kjósendur þá ákvörðun. Niðurstaðan var sú að halda bæði en Demókratar í ríkinu fóru þá leið að prófkjörið gildir ekki.
Einfalt og gott.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.