10.2.2008 | 00:32
Verkfalli lokið
Svona meðfram því að fylgjast með kosningamálum vestan hafs kemst maður ekki hjá því að sjá og heyra af öðrum mikilvægum málum.
Það mun vera komið svo í verkfalli handritshöfunda í Hollywood að náðst hefur samkomulag á milli deiluaðila og kann svo að fara að verkfalli handritshöfundanna verði aflýst á mánudaginn. Frá þessu er sagt í fjölmiðlum nú í kvöld.
Þá á eftir að kjósa um samninginn en það verður gert í póstkosningu sem sett verður af stað innan tveggja vikna.
Þá geta allir horfið aftur glaðir að sjónvarpsskjánum í Ameríku og jafnvel víðar er það ekki?
Athugasemdir
úff hvað ég er fegin:P Maður er alveg farin að finna fyrir þessu hér
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.