Prófkjör og forvöl í dag, morgun og þriðjudag

Baráttan heldur áfram í dag í forsetaefniskosningunum í Bandaríkjunum. Demókratar eru með forval í Nebraska og Washington og prófkjör að auki í Louisiana. Þá er forval hjá þeim á morgun í Maine. Repbúblikanar eru með forval í Washington og Kansas og prófkjör í Louisiana líkt og Demókratar.

Washington er stærst af þessum ríkjum, gefur í kringum 100 kjörmenn hjá Demókrötum og er því eftir nokkru að slægjast. Líklegt má teljast að Clinton komi til með að vegna ágætlega í Washington og Maine, líklega vinna bæði ríki (Maine með stærri mun) en ef hún vinnur hvorugt er það slæmt fyrir áframhaldandi baráttu hennar.

Obama er talinn sterkur í Nebraska og Louisiana sem og Maryland og Virginiu sem hafa prófkjör á þriðjudaginn kemur en þá verður einnig ljóst varðandi val Demókrata erlendis. Það má skjóta því inn að meðal Demókrata í Indónesíu vann Obama með hátt í 80% fylgi.

Það lak út frá kosningabaráttu Obama hvernig reiknað er með að kosningarnar næstu daga fara og ljóst má telja að verði niðurstaða þeirra slakari fyrir hann er þar er lagt upp með fær hann að kenna á því í fjölmiðlum í framhaldinu og væntanlega talið sem tap fyrir hann.

Svo eru menn farnir að spá í "heartland" ríkin í byrjun mars, meðal annars Texas, sem gefur verulegan fjölda kjörmanna.

Ég fylgist með í kvöld og nótt og set eitthvað misgáfulegt inn þegar ég sé eitthvað áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband