7.2.2008 | 14:10
Kosningasjóðir Clintons að tæmast?
Það hefði þótt fráleitt fyrir nokkrum vikum að láta sér detta það í hug að kosningasjóðir Hilary Clinton yrðu í einhverskonar fjárhagsvandræðum. Menn hafa frekar verið að velta sér upp úr fjárhagsvandræðum Repúblikana hingað til í kosningabaráttunni (þau vandræði ná reyndar út fyrir prófkjörsslaginn sem nú stendur yfir eða heilt yfir flokkinn)
Það virðist þó vera svo komið í dag en Clinton greindi frá því (viðurkenndi) á blaðamannafundi í gærkvöldi að hún hefði lánað kosningabaráttu sinni 5 milljónir dollara úr eigin persónulegum sjóðum síðla janúar mánaðar. Þar að auki biðlaði hún til stuðningsmanna sinna um að gefa baráttu sinni 3 milljónir dollara næstu þrjá daga.
Þetta er á sama tíma og Obama safnaði í janúar ríflega 30 milljónum dollara (ca. 2 milljarðar) sem er líklega mesta fjárhæð sem safnast hefur í kosningasjóði í einum mánuði og til að toppa það þá mun Obama hafa safnað 3 milljónum dollara bara í gær.
Annars eru næstu prófkjör um helgina og síðan næsta þriðjudag. Þau ríki hugsa sér gott til glóðarinnar athyglislega séð þar sem niðurstaða ofur þriðjudagsins var langt í frá afgerandi hjá Demókrötum og baráttan er svo sem enn lifandi hjá Repúblikönum.
Reyndar var byrjað að ræða í gær að Huckabee yrði varaforsetaefni Repúblikana við vægast sagt fálegar undirtektir hörðustu hægri manna í flokknum sem segja að þá verði hópur fólks sem sitji heima í forsetakosningunum í haust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.